Sep 12
28
Skrifaðu þína eigin sögu
Hver er fyrirmyndin þín? Er það einhver sem hefur náð árangri á sínu sviði sem þig langar til að líkja eftir?
Hérna er áskorun til þín. Geturðu náð ennþá betri árangri en fyrirmyndin þín? Það er frábær áskorun. Geturðu áorkað einhverju sem engum hefur tekist áður? Þá þarftu að leggja á þig meira en þú hefur gert áður og jafnvel meira heldur en aðrir hafa gert.
Við drekkum sama vatn og heimsmeistarar, Ólympíumeistarar og Evrópumeistarar á sínum sviðum. Oft er þín helsta takmörkun þitt eigið hugarfar. Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Skrifaðu þína eigin sögu. Ekki láta neitt takmarka þig.
http://www.youtube.com/watch?v=R5Gdcp4f0wo