Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Við breyttum heiminum!

Á þriðjudagsnótt skrifaði ég pistilinn “Þú getur breytt heiminum”.  Núna um 2 dögum seinna hafa um 13.000 manns lesið pistilinn hér á síðunni og yfir 3.000 manns hafa deilt þessum pistli á facebook.  Pistillinn fór á alla stærstu vefmiðla landsins.  Um hann var fjallað á sjónvarpsstöðvunum, mörgum útvarpstöðum og dagblöðum.  Í gær var meira að segja lesið orðrétt upp úr pistlinum á Alþingi!

Ég hef aldrei vitað önnur eins viðbrögð.  Ég skrifaði pistilinn á 10 mínútum eða svo en hann kom beint frá hjartanu og um málefni sem er okkur öllum kært.  Ég vil þakka öllum innilega sem deildu þessum pistli.  Við erum að tala um að 1% þjóðarinnar deildi pistlinum á facebook af þessari síðu og þá á eftir að telja þá sem deildu pistlinum af ksi.is, fotbolti.net, mbl.is, visir.is, sport.is, 433. is o.s.frv.

Í kvöld leit ég upp í stúku á Laugardalsvelli og sá ekkert autt sæti.  Það var magnað.  KSÍ þurfti að opna hina stúkuna í fyrsta skipti á kvennalandsleik, það var líka magnað.  En það besta af öllu var að sigur vannst á Úkraínu og að kvennalandsliðið er komið í lokakeppni EM 2013 sem fer fram næsta júlí í Svíþjóð.  Takk fyrir frábæran stuðning kæru landsmenn.  Nýtt aðsóknarmet var slegið á kvennalandsleik í kvöld svo um munaði.  Við breyttum heiminum í kvöld!

Siggi Raggi

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 feed.

You can leave a response, or trackback from your own site.

One Response to “Við breyttum heiminum!”

  1. Fjóla says:

    nei nei nei…ÞAKKA ÞÉR Sigurður Ragnar!!

Leave a Reply

Posted on: Friday, October 26th, 2012 at 03:14

Posted in: Uncategorized

Tags:

Search