Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Hvað get ég lært af U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu?

Árin 2009-2011 eignaðist Ísland sennilega sitt sterkasta U-21 árs landslið í knattspyrnu frá upphafi.  Það lið komst í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti í okkar knattspyrnusögu.  Liðið var skipað mörgum frábærum leikmönnum, Gylfa Sigurðssyni, Kolbeini Sigþórssyni og Aroni Einari Gunnarssyni svo nokkrir séu nefndir. Liðið burstaði meðal annars Evrópumeistara Þýskalands á leið sinni í lokakeppnina. En hver var ástæðan fyrir því að leikmenn liðsins voru svona góðir í fótbolta?  Hvað var öðruvísi við þetta lið og hvað einkenndi leikmenn liðsins?  Var hægt að sjá eitthvað mynstur?  Var þetta hin svokallaða knattspyrnuhallarkynslóð?  Getum við lært eitthvað af þessum hópi leikmanna og þeirra bakgrunni í knattspyrnu til að byggja upp framtíðar afreksmenn og afrekskonur okkar?

Ég vildi svör við þessum spurningum og ákvað því að gera rannsókn á þessu sjálfur.  Ég sendi því spurningalistakönnun á alla leikmenn sem höfðu verið í leikmannahópi U-21 landsliðsins árin 2009 og 2010 (hópurinn sem vann sér rétt til að leika í lokakeppninni 2011).  Alls svöruðu 23 af 32 leikmönnum sem höfðu a.m.k. komið inná í leikjum liðsins en 2 í viðbót höfðu verið í hóp en ekki komið inná í leik (71.9% svörun).  En eftirfarandi urðu helstu niðurstöðurnar:

Siggi Raggi

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 feed.

You can leave a response, or trackback from your own site.

10 Responses to “Hvað get ég lært af U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu?”

  1. Kolbeinn Tumi says:

    Til lukku með síðuna Siggi Raggi. Langaði bara að vita hver í liðinu var uppalinn hjá Hrunamönnum? Jón Guðni er væntanlega Ægismaðurinn.

  2. admin says:

    Takk kærlega fyrir það Kolbeinn Tumi. Jón Guðni var líka með Hrunamönnum sjá hér:
    http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=148066&pListi=1
    Siggi Raggi

  3. Halldora says:

    Þetta eru mjög athygliverðar niðurstöður. Gaman væri að vita hvort þessi leikmenn voru fljótt stórir og stæðilegir eða smáir fram eftir aldri og hvort það hafi áhrif t.d. um val á leikmönnum í liðið.
    kv. Halldóra

  4. Hallgrímur heimisson says:

    Raggi ég er sonur Heimis landsliðs þjálfara þannig þarf kannski ekki að vera spurja þig en hérna,ég er vinstri kantur er ekki meiri líkur á ég verði í treyju landliðs en kannski miðjumaður og mamma mín er íris sæm en hún er gammall fyrirliði í landsliðinu og hún heldur mér eiginlega uppi með því að gefa mér alltaf hollt að borða,en skiptir mataræðið eitthverju svaka máli ef maður ætlar að ná langt?,með fyrirfram þökkum HH#16

  5. Hjalti says:

    Skemmtileg færsla og spennandi síða. Keep it up!

  6. Silja Úlfars says:

    Algjörlega frábært grein hjá þér Siggi Raggi! Rosalega gaman að lesa og ég er búin að setja síðuna þína í Favorites og hlakka mikið til að lesa meira 🙂

    Bestu kveðjur
    Silja Úlfars

  7. admin says:

    Takk Silja,
    Gaman að heyra það! Þú ert í sama geira og ég að hjálpa öðrum að ná árangri. Vonandi færðu inspiration á þessari síðu.
    Siggi Raggi

  8. admin says:

    Takk Hjalti. Stefni á fleiri góðar færslur og takk fyrir að kíkja á síðuna.

    Siggi Raggi

  9. Ivar says:

    Virkilega áhugaverð rannsókn hjá þér, á eftir að kíkja hingað reglulega!

  10. admin says:

    Sæll Hallgrímur,
    Ég hef ekki séð þig spila en vonandi kemstu í landsliðið, vertu duglegur áfram að æfa þig. Það er ekki lygi að æfingin skapar meistarann.
    Gott að Íris hugsar vel um þig, mataræði er eitt af því sem getur hjálpað þér að ná því besta út úr þér sjálfum. Ef þú borðar ekki nóg eða borðar óhollt hefurðu minni orku í æfingarnar, getur hlaupið minna í leikjum sem hefur áhrif á frammistöðu. Að borða hollan og fjölbreyttan mat er eitt af því sem þú þarft að venja þig á ef þú ætlar að ná langt í íþróttum. Óhollusta á að vera í hófi. Bið að heilsa Írisi og Heimi. Hlustaðu á mömmu og pabba, þau vita sínu viti, frábærar manneskjur og frábærir þjálfarar! Gangi þér vel í boltanum. Siggi Raggi

Leave a Reply

Posted on: Wednesday, September 26th, 2012 at 23:45

Posted in: Afreksfólk, Fræðsla, Fyrirlestrar, Íþróttasálfræði, KSÍ, Kvennalandsliðið í knattspyrnu, Mataræði, Um Sigga Ragga, Uncategorized

Tags:

Search