Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Hugarfar þeirra bestu – Nýtt námskeið Sigga Ragga fyrir íþróttafólk með metnað (22-23.febrúar í Kópavogi)

Hvernig nálgast þau bestu íþróttina sína?  Hvaða leiðir fóru þau til að komast á toppinn?  Hvernig er hugarfarið þeirra?  Hvernig er hugarfarið þitt? Hvernig ferðu að því að bæta það?

Á námskeiðinu lærir þú:

Á námskeiðinu hittir þú íþróttafólk með metnað eins og þú til að ná langt.  Úr verður umhverfi sem hvetur þig áfram í að ná langt í þinni íþrótt með sérstakri áherslu á að efla hugarfarið og læra af þeim sem hafa náð langt í sinni íþrótt.

Skráning er hafin með því að smella á þennan tengil: https://goo.gl/forms/kVGH3HhnSwDP3R6r1

Ef spurningar, (siggiraggi73@gmail.com).  Takmarkaður þátttökufjöldi, fyrstur kemur fyrstur fær.

Verð: 29.900 kr.

Hvenær: Námskeiðið fer fram föstudaginn 22. febrúar kl 18:00-20:00 og laugardaginn 23.febrúar kl 13.00-17:00. 

Hvar? Námskeiðið fer fram í sal EMDR stofunnar á 3.hæð í Vallakór 4, 203 Kópavogur (sama hús og Krónan í Kórahverfinu). 

Fyrirlesari: Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Siggi Raggi), hefur lokið við UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu.  Hann þjálfaði A-landslið kvenna í knattspyrnu í 7 ár og fór tvisvar með liðið í lokakeppni EM, í seinna skiptið alla leið í 8-liða úrslit sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi.  Siggi Raggi hefur líka þjálfað A-landslið kvenna hjá Kína og kom þeim í lokakeppni HM. 

Siggi Raggi var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í 2 ár og hefur þjálfað í Pepsídeild karla í knattspyrnu.  Hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið við mastersgráðu í íþróttasálfræði.  Siggi Raggi er eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrirtækjum, íþróttafélögum og skólum auk þess sem hann tekur íþróttafólk í ráðgjöf. Hann hefur lengi velt fyrir sér hvað þarf til að ná árangri og lesið ótal bækur, fræðigreinar og rannsóknir um afreksárangur íþróttafólks og nýtt þau fræði í þjálfun og ráðgjöf við íþróttafólk.  Námskeiðið byggir á þessum fræðum.

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 feed.

You can leave a response, or trackback from your own site.

Leave a Reply

Posted on: Tuesday, February 5th, 2019 at 20:26

Posted in: Uncategorized

Tags: , , , , , , , , , ,

Search