Ekkert er ómögulegt!

“Ekkert er ómögulegt” eru einkunnarorð stelpnanna okkar í A-landsliði kvenna í knattspyrnu.  Þær hafa líka sýnt það og sannað oft á undanförnum árum.  Það hefur verið mikill heiður og ánægja að fá að taka þátt í því með þeim.  En nú er svo komið að kvennalandsliðið er að fara í gríðarlega mikilvæga umspilsleiki fyrir lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það hefur verið draumur okkar síðustu 2 árin að taka þátt í því.  Öll vinnan sem við höfum lagt á okkur síðustu 2 árin verður lögð á vogarskálarnar í þessum tveimur leikjum sem eru framundan.

Í aðdraganda landsleikja horfum við alltaf á mótiverandi vídeó saman.   Það er orðin ómissandi hluti af rútínunni okkar.  Mig langar til að deila með ykkur vídeói sem ég setti saman fyrir stelpurnar eftir að við tryggðum okkur sæti í lokakeppni EM 2009 því nú er að koma að öðru svoleiðis mómenti.  Ef þú hefur einhvern tímann mætt á fyrirlestur hjá mér eða ert núna að kíkja á þessa síðu langar mig til að biðja þig um að gera mér greiða:  Viltu mæta á Ísland-Úkraína 25. október og veita stelpunum stuðning?  Þær eiga það svo ótrúlega mikið skilið.

Ísland mætir Úkraínu á Laugardalsvelli 25. október klukkan 18.30.  Sjáumst á vellinum og njóttu þessa myndbands því í því felst lærdómurinn að ekkert er ómögulegt!

Lokakeppnissyrpa from Siggi Eyjolfsson on Vimeo.

 

 

 

Leave a Comment