Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Hvað færðu fyrir 109 krónur?

 

Hvað færðu fyrir 109 krónur?

Ríkið greiddi 34.7 milljónir í afrekssjóð ÍSÍ á þessu ári til að styrkja besta íþróttafólkið okkar.  Það búa um 320.000 manns á Íslandi, það gerir c.a. 109 krónur á mann.  Hvað fengum við fyrir þessar 109 krónur?

Jú fyrir þessar 109 krónur sáum við meðal annars:

Hvers virði eru afreksíþróttir á Íslandi?  Hversu mikilvægar eru þær?  Finnst okkur 109 krónur nóg?

Hvers virði var það okkur og börnunum okkar þegar “strákarnir okkar” komu heim með silfurverðlaun frá Ólympíuleikunum?  Hvers virði er það okkur sem þjóð að eiga frábærar fyrirmyndir?   Hvað finnst þér?  Er það 109 króna virði eða meira?

Í þessu samhengi er rétt að virða fyrir sér ummæli ráðamanna þjóðarinnar um afreksíþróttafólkið okkar:

“Fyrir okkur er handbolti ekki aðeins íþrótt, heldur mergur þjóðarsálarinnar” Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands”

“Kvennalandsliðið hefur með framgöngu sinni á knattspyrnuvellinum, með sterkri liðsheild bæði innan og utan vallar, lífsgleði og jákvæðni verið öllum góð fyrirmynd um að hægt sé að láta drauma sína rætast. Við erum ákaflega stolt af stelpunum okkar í landsliðinu og þær eru svo sannarlega góðar fyrirmyndir”. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Hvað segir svo afreksfólkið sjálft?

“Íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Það er  enn mikið verk að vinna í þessum efnum.  Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki.”  segir Ragna Ingólfsdóttir, afrekskona í badminton.

Í dag er bara einn íþróttamaður á Íslandi sem fær svokallaðan A-styrk spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem fær hæsta mögulega styrk sem er í boði en hann er 160.000 krónur á mánuði.  Það er minna en atvinnuleysisbætur.

Stuðningur ríkisins til afrekssjóðs er engan veginn í samræmi við þær væntingar sem við gerum til afreksíþróttafólksins okkar og þann hlýhug, aðdáun og virðingu sem við berum til þeirra.  Þetta eru fyrirmyndir barnanna okkar og við erum stolt af þeim.  Þau eru hluti af ástæðunni fyrir því að 70.000 manns eru skráðir iðkendur innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.  Við hin elskum að horfa á þau og montum okkur og gleðjumst yfir frábærum árangri þeirra.  Við hvetjum börnin okkar til að vera jafn dugleg til að ná jafn langt í lífinu og þau.  Við krefjumst þess líka að þau nái frábærum árangri, yfir öðru fussum við og sveium.  Við borgum jú líka heilar 109 krónur á ári til þeirra í afreksstyrk!

Að styrkja afreksíþróttastarf er hluti af öflugum forvörnum.  Að styrkja afreksíþróttastarf er hluti af því að búa til heilbrigðar og flottar fyrirmyndir sem aftur hvetur börn og unglinga til þess að iðka íþróttir og þar með velja heilbrigðan lífsstíl.  Eftir því sem unglingar stunda meiri íþróttir því minni líkur eru t.d. á vímuefnanotkun sem er dýr samfélaginu okkar.    Er ekki kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni það í verki að afreksíþróttafólkið okkar á meira skilið?  Betra seint en aldrei.

Hvað færðu fyrir 109 krónur?

Svar: Þú færð aðeins lítið brot af því sem við getum áorkað sem íþróttaþjóð.  Við getum gert svo miklu miklu betur.  Búum til fleiri móment eins og sést í vídeóinu hér að neðan.  Búum til fleira afreksíþróttafólk í fremstu röð.  Aukum stuðning okkar við afreksíþróttir á Íslandi.


Siggi Raggi

 

 

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 feed.

You can leave a response, or trackback from your own site.

6 Responses to “Hvað færðu fyrir 109 krónur?”

  1. Helga Bára says:

    Takk kærlega fyrir að benda á þetta!

  2. Tómas Þráinsson says:

    Frábær samantekt. Loksins að maður fær að sjá hversu illa er stutt við bakið á okkar besta fólki, sérstaklega í samanburði við þá styrki sem renna til stjórnmálaflokkanna. Væri ekki ráð að snúa þeim tölum algjörlega við??

  3. Helgi Jóhannesson says:

    Hittir naglann á höfuðið

    Hvernig er hægt að halda úti afreksstarfi ef ekkert er fjármagnið

  4. Albert Örn Eyþórsson says:

    Orð að sönnu Siggi að íþróttafólk alls staðar hefur úr litlu að moða og það er miður. En eins og alltaf eru tvær eða fleiri hliðar á þessum teningi og með því að sleppa að nefna hina hliðina fellurðu í áróðursgryfju.

    Ríkissjóður er ekki bara tómur heldur á kafi í skuldum. Það hefur hann verið frá 2008. Löggæsla hefur verið skorin inn að beini. Heilsugæslan í hálfgerðum lamasessi vegna niðurskurðar. Hátt í þúsund manns þurfa að fá matargjafir vikulega og sennilega búa svipað margir á götunni. Fatlað fólk fær enga aðstoðarmenn sökum kostnaðar og þarna úti eru þúsundir sem hafa verið án atvinnu tvö til fjögur ár. Og að auki eru atvinnuleysisbætur aðeins sjö þúsund krónum hærri en styrkurinn til Ásdísar og ekki skattfrjálsar.

    Þarft að minna á stöðuna en það er ástæða fyrir henni og í stað þess að rifja sífellt upp vandamálið er kannski vænlegra að finna lausn á vandamálinu. Og sú lausn mun ekki finnast í skúffum ríkisins næstu árin. Það sjá allir með snefil af hugsun í hausnum.

    kveðja

  5. Jóhann Karl says:

    Það er ekki verið að tala um hvað Ríkið tekur mikið frá þeim t.d Annie Mist ríkið tók 47% af 30 milljónum sem hún vann á Heimsleikunum í CrossFit

  6. Siggi Raggi says:

    Sæll Jóhann Karl,
    Ég hafði ekki hugsað út í það að Ríkið tók 47% í skatt af verðlaunafénu hjá Annie Mist. Þá stendur nú ekki mikið eftir í plús fyrir afreksfólkið.
    Siggi Raggi

Leave a Reply

Posted on: Sunday, November 18th, 2012 at 23:55

Posted in: Uncategorized

Tags:

Search