Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Besta ár íslenskrar knattspyrnu

Í dag var sögulegur dagur.  Í dag skrifaði A-landslið karla knattspyrnusögu Íslands upp á nýtt.  Liðið er komið í umspil fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.  Stórkostlegur árangur hjá strákunum okkar og öllum sem koma að liðinu.  Þar eru á ferð fagmenn með mikinn metnað hver á sínu sviði. Á þessum merku tímamótum er vert að […]

Read more >

Takk fyrir allt Guðni

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.  Bróðir minn í þjálfun A-landsliðs kvenna var Guðni Kjartansson.  Eftir lokakeppni Evrópumótsins í sumar kíkti Guðni á skrifstofuna til mín eins og hann gerir oft og sagði “jæja nú finnst mér þetta komið gott hjá mér”.  Guðni fæddist árið 1946 og nú var komið að tímamótum […]

Read more >

Námskeiðið mitt…

Að skapa öfluga liðsheild Skrá mig Hvaða aðferðum er sniðugt að beita til að búa til öfluga liðsheild? Hver eru einkenni góðrar liðsheildar og hvað ber að varast þegar liðið er mótað? Hvað einkennir lið sem ná árangri og hvernig getum við aukið líkurnar á að ná árangri með liðið okkar? Hvort sem um fyrirtæki […]

Read more >

Áfram Ísland!

Í dag réði KSÍ nýjan A-landsliðsþjálfara kvenna Frey Alexandersson.  Það var svolítið skrýtin tilfinning fyrir mig því ég hef sinnt starfi landsliðsþjálfara í  6 og hálft ár.  Það fékk mig til að hugsa tilbaka til þess tíma er ég byrjaði sem landsliðsþjálfari.  Þá var reynsluboltinn Guðni Kjartansson ráðinn aðstoðarþjálfarinn minn.  Ég fór á fyrsta blaðamannafundinn […]

Read more >

Má ég ekki taka aukaspyrnurnar?

Þegar ég held fyrirlestra hef ég oft tekið dæmi um Gylfa Sigurðsson, hvernig hann nálgast íþróttina sína og aukaspyrnurnar hans sem hann hefur æft meira en flestir aðrir.  Hérna er brot úr fyrirlestri hjá mér um Gylfa og aukaspyrnurnar hans.  Gylfi skoraði það sem margir myndu kalla ótrúlegt mark úr aukaspyrnu gegn Slóveníu í gær […]

Read more >

Newer Posts    |    Older Posts