Ég spilaði fótbolta í meistaraflokki frá 1992-2005. Ég spilaði með KR, Víkingi, Þrótti og ÍA hér á Íslandi. Sem atvinnumaður spilaði ég með Walsall og Chester í Englandi og Harelbeke í belgísku úrvalsdeildinni. Alls voru þetta 14 keppnistímabil og ég spilaði því fótbolta með sennilega 200-300 mismunandi leikmönnum eða svo. Ég spilaði með mörgum af […]
Hver er fyrirmyndin þín? Er það einhver sem hefur náð árangri á sínu sviði sem þig langar til að líkja eftir? Hérna er áskorun til þín. Geturðu náð ennþá betri árangri en fyrirmyndin þín? Það er frábær áskorun. Geturðu áorkað einhverju sem engum hefur tekist áður? Þá þarftu að leggja á þig meira en þú […]
Ísland er fámennt land. Hér búa innan við 320.000 manns. Um 21.000 manns eru skráðir iðkendur í knattspyrnu. Um 14.500 karlar og 6.500 konur samkvæmt nýjustu tölum ef ég man rétt. Einu þjóðirnar innan Evrópu sem eru fámennari en við eru Færeyjar, Liechtenstein, Andorra og San Marino. Þetta setur Ísland í 49. sæti á meðal […]
Árin 2009-2011 eignaðist Ísland sennilega sitt sterkasta U-21 árs landslið í knattspyrnu frá upphafi. Það lið komst í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti í okkar knattspyrnusögu. Liðið var skipað mörgum frábærum leikmönnum, Gylfa Sigurðssyni, Kolbeini Sigþórssyni og Aroni Einari Gunnarssyni svo nokkrir séu nefndir. Liðið burstaði meðal annars Evrópumeistara Þýskalands á leið sinni í lokakeppnina. […]
Alveg frá því að ég man eftir mér dreymdi mig um að ná langt í fótbolta. Ég æfði fyrst fótbolta í Leikni sem var þá með mjög lélegt lið. Við töpuðum oft 9-0, 12-0 og eitt skiptið meira að segja 21-0. Við spiluðum oftast við mun eldri stráka einhverra hluta vegna og á stór mörk. […]