Siggi Raggi.is

Vantar þinn hóp fyrirlestur eða vinnustofu? Viltu ná betri árangri í þinni vinnu eða íþrótt? Vantar þig ráðgjöf?

Hvernig urðu þeir bestir í heimi?

Samkvæmt tölfræði FIFA, (Alþjóða knattspyrnusambandsins) leika 265 milljónir manna knattspyrnu í heiminum í rúmlega 300.000 knattspyrnufélögum. Hvernig má það þá vera að árið 2010 höfðu 3 bestu leikmenn í heimi alist upp hjá einu og sama félaginu?

Árið 2010 stóð kjör besta knattspyrnumanns í heimi á milli Lionel Messi, Xavi Hernández og Andrés Iniesta. Allir voru þeir uppaldir í knattspyrnuakademíu Barcelona.  Árið 2009 vann Barcelona meistaradeildina með 8 uppalda leikmenn í byrjunarliðinu sínu.  Árið 2010 varð Spánn heimsmeistari með 8 leikmenn úr liði Barcelona, 7 þeirra voru uppaldir í félaginu og 6 þeirra byrjuðu inná í úrslitaleiknum.  Það má því færa góð rök fyrir því að besta knattspyrnuakademía í heimi sé La Masia – Knattspyrnuakademía Barcelona og bestu leikmenn í heimi hafi útskrifast þaðan.

Messi, Xavi, Iniesta, Puyol, Busquets, Fabregas og Piqué eru dæmi um nokkra leikmenn sem hafa útskrifast úr knattspyrnuakademíu Barcelona.  Listinn er langur og hann telur marga leikmenn sem hafa unnið Meistaradeildina og orðið heims- og Evrópumeistarar með spænska landsliðinu.

Í jafn fjölmennri íþrótt og knattspyrna er þar sem öll félög í heiminum eru að rembast við það sama – að búa til framúrskarandi leikmenn er það magnað að einu félagi takist það svona miklu betur en öllum öðrum.  Þess vegna skulum við skoða þetta fyrirbæri – La Masia aðeins betur.

Hvað einkennir bestu knattspyrnuakademíu í heimi?  Geta íslensk félög lært eitthvað af knattspyrnuakademíu Barcelona?  Hvaða hugmyndafræði er í gangi þar?  Hvernig leikmenn velja þeir inn og hvað einkennir þjálfunina hjá þeim?  Hver er bakgrunnur þjálfaranna?

Iniesta koma 12 ára til Barcelona, Messi var 13 ára.  Báðir voru efnilegir leikmenn en hjá Barcelona náðu þeir að mótast og verða meðal bestu knattspyrnumanna heims.

En hvernig urðu þeir bestir í heimi og hvað getum við lært af því?

Hugmyndafræði Barcelona (lestu hverja setningu vel og spáðu í hvort þetta eigi við um félagið þitt eða þjálfunina sem þú ert að fá sem leikmaður eða hvernig þú þjálfar sem þjálfari):

Knattspyrnuakademía Barcelona kostar yfir milljarð á ári.  Barcelona er með 40 njósnara sem leita að börnum og unglingum sem eru efnileg í fótbolta.  Félagið kemur öðrum efnilegum leikmönnum fyrir hjá 15 nálægum uppeldisfélögum sem fá ráðgjöf, peninga og þjálfun frá Barcelona.

 

Sumt getum við ekki yfirfært á Ísland, Barcelona sinnir t.d. bara þeim bestu, á Íslandi sinnum við öllum.   Barcelona á meira af peningum en öll félögin á Íslandi samanlagt.  En margt annað getum við klárlega yfirfært og lært af.  Það er unnið frábært starf í félögum landsins við að móta unga leikmenn í knattspyrnu oft við erfiðar aðstæður og með lítið fjármagn að vopni.  Eitt af því góða við fótboltann á Íslandi er metnaður félaganna og þjálfaranna til að gera sífellt betur.  Ég vil því segja mitt álit á hvað mér finnst að við ættum að huga að til að gera fótboltann ennþá betri á Íslandi.  Þetta er mitt persónulega álit…

Siggi Raggi

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 feed.

You can leave a response, or trackback from your own site.

4 Responses to “Hvernig urðu þeir bestir í heimi?”

  1. Halldóra says:

    Mjög athygliverð lesning. Líkamlegt álagt á leikmenn haldið í lágmarki á meðan þeir eru enn að vaxa en þeim mun meiri áhersla á tækni. Já, það þarf að þjálfa “hreyfibrautirnar” þannig að hreyfingarnar séu réttar og taugaboðin hröð auk þess að taka réttar ákvarðanir í leiknum.

  2. G KR J says:

    Það eru forréttindi að fá að horfa á þetta lið spila knattspyrnu stundum tvisvar í viku. Allir boðnir og búnir til að hjálpa, sýna sig ,fá boltann í þröngri stöu, óhræddir því þeir vita að einhver kemur til hjálpar. Takið eftir 3 litlu skrefunum og jafnvæginu, þegar þeir fá boltann.Þaða er enginn á hælunum að bíða eftir að fá boltann Þeir fara aldrei í dead end upp kantinn og eitthvað inní, frekar til baka ,spila þríhyrningana sína. Þegar þeir tapa boltanum taka allir 100 % sprett til að ná honum aftur, og þá meina ég allir.Svo hvíla þeir sig í sókninni. Eru lögmál knattspyrnunar þau sömu og lögmál lífsins. Er það ekki þess vegna að menn og konur tala um fótbolta öllum stundum og er vinsælasta íþróttagrein í heimi. Það væri gaman að fara í þá umræðu seinna. Góðu strákarnir og vondu strákarnir/stelpunar, þeir hrokafullu og þeir auðmjúku, stríðsmennirnir, listamennirnir Madrid Barcelona. Liverpool Man United Messi, Ronaldo Bítlarnir Rolling Stones. Þess vegna elskum við knattspyrnu Þetta átti ekki að vera svona langt.

  3. Hörður Guðmundsson says:

    Enn einn klassa pistill hjá þér. Skildulesning hjá drengjunum mínum sem æfa fótbolta.

    Er samt að pæla í þessu með landsliðin okkar. Fyrst að landsliðsmennina okkar vantar betri boltameðferð, sendingagetu og leikskilning, í hverju eru þeir þá eiginlega góðir – innköstum:)

  4. Egill Kolbeinsson says:

    Hvernig væri að bætaleikfimikenslu í skólum svo krakkarnir komi inn íþróttina með meiri liðleika og jafnvægi. Ef það er ekki hægt ætti að senda alla sem æfa einhverja íþrótt í fimleika. Kraftur kemur ekki fyrr eftir kyn þroska er náð.
    Hefði gjarnan viljað hafa þessa lesningu til að vitna í fyrir 20 árum þegar ég talaði fyrir daufum eyrum þjálfara og leikfimikenara. Fyrst leikni síðan kraftur. Frábær grein.

Leave a Reply

Posted on: Wednesday, December 5th, 2012 at 01:09

Posted in: Uncategorized

Tags:

Search